spot_img

Á ný til Njarðvíkur

Njarðvík hefur samið við Carlos Nova Mateo fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Carlos lék með Njarðvík tímabilið 2023-2024 en varð þá frá að hverfa vegna meiðsla. Í sex deildarleikjum það tímabilið gerði hann 16 stig og tók 5 fráköst að meðaltali í leik. Mateo er austurrískur landsliðsmaður með rætur að rekja til Dóminíska Lýðveldisins, en á síðasta tímabili var hann á mála hjá Botafogo í Brasilíu.

Fréttir
- Auglýsing -