spot_img
HomeFréttirGlæsilegur sigur Íslands í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í Matosinhos

Glæsilegur sigur Íslands í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í Matosinhos

Undir 20 ára lið kvenna leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Matosinhos í Portúgal.

Í kvöld unnu þær lið Hollands í 16 liða úrslitum keppninnar, 74-77. Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur, en lengst af leiddi Holland, mest með 12 stigum undir lok þriðja leikhluta. Í þeim fjórða gerir íslenska liðið vel að berjast aftur inn í leikinn. Eru þær með forystuna á lokamínútunum og ná með mikilli seiglu að koma í veg fyrir að Holland næði að stela sigrinum.

Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Ása Lind Wolfram með 18 stig. Henni næstar voru Jana Falsdóttir með 16 stig og Dzana Crnac með 12 stig.

Með sigrinum er það öruggt að Ísland heldur sæti sínu í A deildinni að ári, sama hvernig restin af mótinu spilast. Þær eru í hið minnsta eitt af átta bestu liðum Evrópu, en það verður að teljast gífurlega góður árangur.

Tölfræði leiks

Ísland leikur næst í átta liða úrslitum keppninnar, en í þeim mæta þær gífurlega sterku liði Litháen kl. 19:30 að íslenskum tíma á morgun.

Fréttir
- Auglýsing -