Undir 15 ára lið Íslands leika þessa dagana á opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi.
Eftir að bæði lið höfðu lagt Finnland í fyrstu leikjum mótsins í gær var komið að Þýskalandi í dag. Undir 16 ára lið stúlkna náði að vinna sinn leik, en drengirnir lutu í lægra haldi.
Stúlknaliðið vann sinn leik nokkuð örugglega, 61-78. Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Berglind Hlynsdóttir með 21 stig. Henni næstar voru Eva Óladóttir með 13 stig og Rún Sveinbjörnsdóttir með 10 stig.
Ekki gekk jafn vel hjá drengjunum, sem máttu þola 19 stiga tap gegn Þýskalandi, 66-47. Fyrir Ísland voru stigahæstir Atli Haraldsson með 15 stig, Sindri Logason með 14 stig og Kristinn Sturluson með 7 stig.
Liðin fá bæði frídag á morgun, en á fimmtudag munu þau mæta liðum Danmerkur.



