spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSerbneskur bakvörður á Meistaravelli

Serbneskur bakvörður á Meistaravelli

KR hefur samið við Aleksa Jugovic fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Aleksa er 30 ára 190 cm serbneskur bakvörður sem kemur í Vesturbæinn frá Ploiesti í heimalandinu. Þar var hann með 15 stig og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Áður hefur Aleksa leikið í efstu deild í heimalandi sínu með liðum eins og Mladost MaxBet, Joker Sombor og Spartak, í Bosníu með Bosna Royal og Capljina Lasta og í næst efstu deild á Spáni með Real Canoe. Aleksa lék með Tennessee Tech háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2014 til 2018. Einnig á Aleksa landsleiki með yngri landsliðum Serbíu.

Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR
“Ég er gríðarlega ánægður að fá Aleksa til okkar. Hann er sterkur varnarlega, góð skytta sem getur spilað með og án bolta. Aleksa kemur með reynslu og gæði sem mun passa vel við þann íslenska kjarna af bakvörðum sem við erum með.”

Fréttir
- Auglýsing -