Íslenska karlalandsliðið mátti þola sitt annað tap í dag á jafn mörgum dögum á Trentino æfingamótinu á Ítalíu.
Eftir að hafa tapað fyrri leik mótsins nokkuð örugglega gegn heimamönnum í Ítalíu í gær beið liðið tveggja stiga ósigur í dag gegn Póllandi, 90-92.
Stigahæstir fyrir Ísland í sag voru Sigtryggur Arnar Björnsson með 21 stig og Hilmar Smári Henningsson með 19 stig.



