spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Kristinn og Martin stigahæstir í fyrri æfingaleiknum á Ítalíu

Kristinn og Martin stigahæstir í fyrri æfingaleiknum á Ítalíu

Íslenska karlalandsliðið mátti þola tap í fyrri æfingaleik sínum gegn heimamönnum í Ítalíu á Trentino mótinu í kvöld, 87-61.

Næst mun liðið leika gegn Póllandi í öðrum æfingaleik á morgun, en segja má að sá leikur sé um 3. sæti Trentino æfingamótsins. Ítalía mun hinsvegar mæta hinum sigurvegurum kvöldsins, Senegal.

Stigahæstir fyrir Ísland í kvöld voru Martin Hermannsson og Kristinn Pálsson með 12 stig hvor. Þeim næstur var Elvar Már Friðriksson með 10 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -