spot_img
HomeFréttirHetjuleg barátta ekki nóg í fyrsta leik A deildar

Hetjuleg barátta ekki nóg í fyrsta leik A deildar

Undir 20 ára lið kvenna leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Matosinhos í Portúgal.

Í dag mátti liðið þola tap í fyrsta leik mótsins gegn Svíþjóð, 92-76. Þrátt fyrir nokkra góða spretti íslenska liðsins má segja að Svíþjóð hafi haft tögl og haldir lengst af í leiknum. Banabiti Íslands líklegast hversu illa þær pössuðu boltann, en þær tapa 30 boltum í heild í leiknum. Segja má þó að þegar leið á leikinn leit íslenska liðið út fyrir að vera minna hrætt við að taka þátt í leiknum og var það þeim til tekna að lokum. Nokkuð frá því að vinna leikinn, en vinna lokaleikhlutann með 13 stigum, 22-35.

Stigahæstar fyrir Ísland í leiknum voru Kolbrún Ármannsdóttir með 18 stig, Dzana Crnac með 17 stig og Heiður Karlsdóttir með 12 stig.

Tölfræði leiks

Það er stutt á milli leikja hjá liðinu á mótinu, en á morgun leika þær gegn sterku liði Tyrklands í sínum öðrum leik.

Fréttir
- Auglýsing -