Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Pitesti í Rúmeníu.
Að öðrum ólöstuðum hefur Logi Guðmundsson verið besti leikmaður liðsins á mótinu og hefur sem slíkur verið tilnefndur sem einn af bestu leikmönnum mótsins í heild. Á hlekknum hér fyrir neðan er hægt að kjósa hann, en í leikjunum hefur hann skilað 11 stigum, 8 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta á 23 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.



