Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Pitesti í Rúmeníu.
Í dag mátti liðið þola 11 stiga tap gegn Portúgal í umspili um sæti 9 til 16 á mótinu, 85-74. Liðið mun því næst leika um sæti 13 til 16.
Stigahæstur fyrir Ísland í dag var Logi Guðmundsson með 14 stig. Honum næstir voru Björn Birnisson með 13 stig og Thor Grissom með 10 stig.
Leikur Íslands í umspili um sæti 13 til 16 er á dagskrá á morgun og er líklegt þeir leiki gegn Sviss.



