spot_img
HomeFréttirHefja leik í A deildinni á morgun

Hefja leik í A deildinni á morgun

Undir 20 ára lið kvenna hefur leik í A deild Evrópumótsins í Matosinhos á morgun. Venju samkvæmt er fyrst leikin riðlakeppni, en með Íslandi í riðil á mótinu eru Svíþjóð, Lettland og Tyrkland.

Liðið hefur síðustu daga verið við æfingar úti í Portúgal. Þar hafa þær leikið tvo æfingaleiki gegn öðrum A þjóðum. Fyrst unnu þær heimakonur í Portúgal áður en þær lutu í lægra haldi gegn gríðarlega sterku liði Spánar.

Líkt og með alla leiki á vegum Evrópumóta FIBA verður bæði bein tölfræði og beint vefstreymi frá öllum leikjum mótsins áhorfendum að kostnaðarlausu. Karfan mun birta hlekki á útsendingar leikja liðsins að morgni leikdaga, en annars er hægt að finna þær og allar upplýsingar um mótið á heimasíðu þess hér.

Hér fyrir neðan má sjá lið Íslands á mótinu

Agnes JónudóttirHaukar
Anna María MagnúsdóttirKR
Ása Lind WolframAþena
Dzana CrnacAþena
Emma HákonardóttirUSA
Heiður KarlsdóttirUSA
Jana FalsdóttirUSA
Kolbrún María ÁrmannsdóttirStjarnan
Rebekka Rut SteingrímsdóttirKR
Sara Líf BoamaValur

Þjálfari: Ólafur Jónas Sigurðsson

Aðstoðaþjálfarar: Þóra Kristín Jónsdóttir og Sævar Elí Kjartanson

Fréttir
- Auglýsing -