spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Tveir nýliðar í hóp Íslands í æfingaferð til Ítalíu

Tveir nýliðar í hóp Íslands í æfingaferð til Ítalíu

Íslenska landsliðið mun á morgun fara með 14 leikmanna hóp til Ítalíu til að leika tvo æfingaleiki, en ferðin er hluti af undirbúningi liðsins fyrir lokamót EuroBasket.

Æfingamótið sem Ísland tekur þátt í heitir Trentino Cup, en ásamt Íslandi eru þar heimamenn í Ítalíu, Senegal og Pólland.

Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik á laugardag 2. ágúst og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir á sunnudaginn 3. ágúst. Leikið er í borginni Trento á norður Ítalíu.

Fyrr í vikunni var tilkynntur 17 leikmanna æfingahópur Íslands, en til Ítalíu fara 14 af þeim leikmönnum.

Almar Orri Atlason – USA – 0 landsleikir

Elvar Már Friðriksson – Marousso, Grikkland – 74 

Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 

Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 

Jaka Brodnik – Keflavík – 0 

Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 

Kári Jónsson – Valur – 35 

Kristinn Pálsson – Valur – 37 

Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 

Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 

Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 20 

Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 

Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 

Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 91

Fréttir
- Auglýsing -