Fjölnir hefur framlengt samning sinn við Will Thompson fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.
Will mun vera hefja sitt þriðja tímabil með Fjölni, en áður hefur hann leikið fyrir ÍA og Ármann á Íslandi.
Will er spenntur fyrir komandi tímabili: “Happy to be back, we’ve been building for the past two years and knocking on the door to a championship. I have high hopes for our group again this season and can’t wait to get back to playing.”
Baldur Már þjálfari hafði þetta að segja: „Ég er mjög ánægður með að Will haldi áfram hjá okkur, hann hefur sýnt sig sem frábær liðsmaður. Hann kemur með ýmislegt að borðinu, hann er mjög góður varnarmaður en auk þess að vera stór og sterkur þá er hann leiðtogi sem lætur vel í sér heyra innan vallar sem er gríðarlega mikilvægt.”
Arnar formaður: „Frábært að Will taki áfram slaginn með okkur á næsta tímabili enda frábær liðsmaður innan sem utan vallar og mun áfram koma til með að miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna okkar.”



