spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSemja við framlagshæsta leikmann Bónus deildarinnar

Semja við framlagshæsta leikmann Bónus deildarinnar

Grindavík hefur samið við Jordan Semple fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Jordan kemur til Grindavíkur frá Þór í Þorlákshöfn, þar sem hann hafði leikið síðustu tvö tímabil, en á því síðasta var hann framlagshæsti leikmaður Bónus deildarinnar að meðaltali í leik. Í heild hefur Jordan verið síðustu þrjú tímabil á Íslandi, en fyrir utan Þór hefur hann leikið fyrir Reykjavíkurfélögin KR og ÍR.

Fréttir
- Auglýsing -