Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Pitesti í Rúmeníu.
Í dag lauk liðið riðlakeppni mótsins með tapi gegn Póllandi, 106-77, en liðið vann þá einn leik og tapaði þremur í riðlinum.
Stigahæstur fyrir Ísland í dag var Atli Hjartarson með 14 stig. Ekki langt undan var Patrik Birmingham með 13 stig og þá skilaði Leó Steinsen 12 stigum.
Ísland endaði því í fjórða sæti riðilsins og mun næst leika um sæti 9 til 16 á mótinu. Fyrsti leikurinn í því umspili er á föstudag gegn Portúgal.
Upptaka af leiknum



