spot_img
HomeFréttirLutu í lægra haldi í seinni æfingaleik

Lutu í lægra haldi í seinni æfingaleik

Undir 20 ára kvennalið Íslands mun hefja leik í A deild Evrópumótsins í Matosinhos í Portúgal þann 2. ágúst.

Liðið fór ytra fyrir nokkrum dögum og hefur verið við æfingar í Portúgal. Þá hafa þær leikið tvo æfingaleiki. Í fyrri leiknum lagði liðið heimakonur í Portúgal, en í gærkvöldi beið liðið ósigur gegn sterku liði Spánar, 95-50.

Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún Ármannsdóttir með 15 stig. Henni næst var Rebekka Steingrímsdóttir með 14 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -