Undir 18 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Pitesti í Rúmeníu.
Í dag beið liðið fimm stiga ósigur gegn Bretlandi, 71-76. Það sem af er móti hefur liðið því unnið einn leik og tapað tveimur.
Stigahæstur fyrir Ísland í dag var Björn Birnisson með 12 stig. Þá var Patrick Birmingham með 11 stig og Sturla Böðvarsson og Thor Grissom með 10 stig hvor. Framlagshæstur í liði Íslands var hinsvegar Logi Guðmundsson með 7 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta.
Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Póllandi á morgun.



