Ef marka má myndir og fréttir þessi dægur þá ætlar Luka Doncic, leikmaður Slóveníu að mæta til leiks á EM í sínu allra besta formi. Mikið var ritað og rætt um holdafar Slóvenans í NBA deildinni á liðinni leiktíð og fréttir fóru víða um þorsta hans í ölið vestra og fylgifisk þess drykkjar.
Nú hinsvegar eru að birtast myndir af kappanum í sínu allra besta formi og lítur hann út líkt og ….tjahh áður en hann kom til Bandaríkjana í það minnsta. Þessa fregnir hljóma eins og rokk músík fyrir Slóvena sem ætla að fjölmenna til Póllands á EM í Katowice. Hinsvegar gætu þetta verið erfiðar myndir að kyngja fyrir okkar menn í landsliðinu sem þurfa að kljást við þennan einn allra besta leikmann heims um þessar stundir á EM þann 2. september í Spodek höllinni í Katowice. Líklegra þykir þó að leikmenn okkar í íslenska landsliðinu taki þessu sem alvöru áskorun og hnykli vöðvana aðeins extra fyrir hann Doncic kallinn.



