Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson hefur samkvæmt heimildum samið við lið lið Zamora á Spáni.
Styrmir Snær kemur til Spánar eftir tvö góð tímabil með Mons í hollensk/belgísku BNXT deildinni.
Zamora leika í Primers FEB deildinni á Spáni sem er næst efsta deild, en áður hafa þónokkrir íslenskir leikmenn leikið í deildinni. Jón Axel Guðmundsson vann deildina í fyrra með liði sínu frá Alíkante, og munu þeir leika í ACB deildinni á næstu leiktíð. Þá lék Ægir Þór Steinarsson til margra ára í deildinni og Sigtryggur Arnar Björnsson var þar svo einhverjir séu nefndir.



