Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Pitesti í Rúmeníu.
Eftir að hafa beðið ósigur í fyrsta leik mótsins gegn Bosníu í gær komst liðið á sigurbraut í dag með glæsilegum 32 stiga sigri gegn Írlandi, 73-105.
Stigahæstur fyrir Ísland í dag var Thor Grissom með 29 stig. Þá bætti Leó Steinsem við 13 stigum og Pétur Jóhannesson og Björn Birnisson voru með 11 stig hvor.
Þriðji leikur Íslands á mótinu er komandi þriðjudag 29. júlí kl. 12:30 gegn Bretlandi.
Hér er upptaka af leiknum



