Hamar/Þór hefur samið við Bergdísi Önnu Magnúsdóttur fyrir komandi leiktíð í Bónus deild kvenna.
Bergdís Anna er 20 ára bakvörður sem er að upplagi úr Fjölni, en hún gekk til liðs við Hamar/Þór fyrir síðasta tímabil, en með þeim lék hún um 10 mínútur að meðaltali í leik í Bónus deildinni. Þá hefur Bergdís verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðudtu árum.



