Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
- Fyrrum leikmaður Þórs Akureyri sem nýlega samdi við Stjörnuna Maddie Sutton mun samkvæmt orðinu á götunni vera skoða þann möguleika að fá samning sínum rift í Garðabænum til þess að ganga til liðs við Tindastól.
- Sagan endalausa af fyrrum leikmanni Union Mons Styrmi Snæ Þrastarsyni heldur áfram að þróast á kaffistofum landsins. Nú tala gárungar um að Styrmir muni líklega semja við Stjörnuna eða lið í efstu deild í Þýskalandi.
- Keflvíkingar eru enn sagðir nálægt því að semja við fyrrum leikmann Snæfells Eyþór Lár Bárðarson.
- Þá eru Keflvíkingar ekki sagðir hafa gefið upp vonina á að semja við Remy Martin, en hann mun þó ekki vera klár í fyrsta leik með neinu liði sökum meiðsla.
- Samkvæmt orðinu á götunni er leikmaður Aþenu Hanna Þráinsdóttir talin líkleg til þess að semja við Ármann eða Hauka.
- Sú saga flýgur fjöllum hærra að leikmaður Njarðvíkur, einn nýjasti íslenski leikmaður deildarinnar, Mario Matasovic, muni æfa með íslenska landsliðinu fyrir lokamót EuroBasket nú í haust.
- Líklegt þykir að nýr þjálfari Hamars í fyrstu deild karla Daði Berg Grétarsson muni einnig vera til taks á vellinum, en samkvæmt orðrómi mun hann íhuga að vera spilandi þjálfari.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]



