spot_img
HomeFréttirLutu í lægra haldi í 16 liða úrslitunum

Lutu í lægra haldi í 16 liða úrslitunum

Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Heraklíon á Krít.

Í dag mátti liðið þola tap gegn Ítalíu í 16 liða úrslitum keppninnar, 101-58. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn hvorki jafn né spennandi í seinni hálfleiknum, en íslenska liðið hélt í við Ítalíu fram í annan leikhluta.

Bestur í liði Íslands í dag var Skarphéðinn Þórbergsson með 9 stig, 2 fráköst og 2 stolna bolta á aðeins tæpum 13 mínútum spiluðum. Þá bætti Leó Curtis við 11 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Tölfræði leiks

Það er því ljóst að Ísland verður ekki Evrópumeistari 2025. Mótið er þó ekki búið hjá þeim, því næst spila þeir um sæti 9 til 16 á mótinu. Þar mun liðið berjast fyrir sæti sínu í A deildinni, en sæti 14, 15 og 16 falla niður í B deildina.

Upptaka af leik dagsins

Fréttir
- Auglýsing -