spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflvíkingar semja við leikstjórnanda

Keflvíkingar semja við leikstjórnanda

Keflavík hefur samið við Marjorie Carpréaux fyrir komandi leiktíð í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú í kvöld.

Marjorie er 37 ára 165 cm belgískur leikstjórnandi sem leikið hefur yfir 150 leiki fyrir belgíska landsliðið. Sem atvinnumaður hefur hún leikið fyrir félög í Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Sviss og Póllandi. Þá hefur hún í tvígang unnið til bronsverðlauna á EuroBasket og farið með landsliði á Ólympíuleika.

Þjálfari Keflavíkur Hörður Axel Vilhjálmsson í tilkynningu „Hún er sigursæl, með mikinn keppnisanda, og nákvæmlega sú týpa af leikmanni sem eflir liðið – bæði innan vallar og utan.“

Fréttir
- Auglýsing -