Nýliðar ÍA hafa samið við Gojko Sudzum fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.
Gojko er 204 cm framherji/miðherji sem spilaði síðustu leiktíð í efstu deild í Bosníu fyrir KK Jahorina Pale þar sem hann varð bæði stiga og frákastahæsti leikmaður liðsins. Einnig hefur hann leikið í Slóveníu og Króatíu.



