Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við Álftanes fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta í fréttatilkynningu.
Ragnar kemur til Álftaness frá uppeldisfélagi sínu í Hamri þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil. Fyrir það á hann að baki gífurlega farsælan feril sem leikmaður fjölmargra liða hér á landi sem og sem atvinnumaður í Svíþjóð og á Spáni. Þá var hann gífurlega reynslu sem leikmaður A landsliðs Íslands, þar sem hann hefur leikið marga tugi leikja og farið með liðinu á stórmót.



