Tindastóll hefur samið við Alejandra Quirante fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum í morgun.
Alejandra er leikstjórnandi sem kemur til liðsins með reynslu úr efstu deild á Spáni og er ætlað að leiða liðið á vellinum. Martin, þjálfari Tindastóls segir Alejandru vera leikmann sem geti stjórnað takti leiksins og tekið réttar ákvarðanir. Hún muni einnig gera aðra leikmenn betri á vellinum.
Alejandra segist í fréttatilkynningu Tindastóls spennt að ganga til liðs við Tindastóls; „Þetta verður ný og spennandi upplifun fyrir mig. Ég hef heyrt frábæra hluti um félagið og íslensku deildina, svo ég get ekki beðið eftir að byrja, hitta alla og byrja að spila! Ég er viss um að ég mun læra mikið, bæði innan og utan vallar. Ísland lítur út fyrir að vera fallegt land og ég hlakka til að uppgötva menninguna, fólkið og auðvitað Sauðárkrók! Ég hlakka til þess sem koma skal – sé ykkur fljótlega!“



