spot_img
HomeFréttirGlæsilegur sigur U20 gegn Slóveníu

Glæsilegur sigur U20 gegn Slóveníu

Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Heraklíon á Krít.

Ísland lagði Slóveníu í lokaleik riðlakeppni mótsins í morgun, 74-76. Ísland því með einn sigur og tvö töp í þessum fyrsta hluta mótsins.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Leó Curtis með 20 stig, 11 fráköst, 4 stoðsendingar og 6 varin skot. Þá skiluðu Viktor Lúðvíksson 16 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og Hilmir Arnarson 15 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Ísland mun því enda í þriðja sæti riðils síns og leika næst í 16 liða úrslitum keppninnar.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -