Selfoss hefur samið við átta leikmenn fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.
Um er að ræða framlengingar á samningum hjá leikmönnum félagsins en þær eru Anna Katrín, Valdís Una, Perla María, Vilborg Óttars, Diljá Salka, Eva Margrét, Karólína Waagfjörð & Sigríður Svanhvít. Samkvæmt fréttatilkynningu félagsins er þetta mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu kvennaliðsins á Selfossi sem var skráð til leiks í fyrsta skiptið í fyrra.



