Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á b Evrópumóti í Vilníus í Litháen.
Lokaleikur liðsins á mótinu fór fram í dag, en í honum gerði Ísland sér lítið fyrir og lagði Bretland til að tryggja sér 5. sæti á mótinu, 62-56.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún María Ármannsdóttir, en hún skilaði 16 stigum og 5 fráköstum. Þá bættu við Rebekka Rut Steingrímsdóttir 11 stigum, 4 stoðsendingum og Hulda María Agnarsdóttir 11 stigum og 6 fráköstum.
Hér fyrir neðan er upptaka af leiknum



