Dagana 22. og 23. júlí býður körfuknattleiksdeild KR upp á körfuboltabúðir fyrir krakka fædda árin 2007 til 2013.
Námskeiðið verður frá kl. 09:00 – 15:00 og innifalið í verðinu er hádegismatur.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson fyrirliði meistaraflokks KR í körfu og Daníel Andri Halldórsson þjálfari meistaraflokks KR kvenna sjá um búðirnar ásamt fleiri þjálfurum.
Áhersla búðanna:
– Fótatækni
– Skottækni
– Búa sér til sitt eigið skot
– Ákvarðanir úr boltaskrínum
– Leikskilningur



