Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Vilníus í Litháen.
Eftir að hafa tapað fyrir Króatíu í átta liða úrslitum keppninnar hóf Ísland umspil um sæti 5 til 8 á mótinu í dag. Fyrri leikinn unnu þær gegn Hollandi, 58-83, og mun því næsti leikur þeirra vera úrslitaleikur um fimmta sætið á mótinu.
Best í liði Íslands í dag var Hulda María Agnarsdóttir með 19 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Þá skiluðu Rebekka Rán Steingrímsdóttir 21 stigi, 4 fráköstum, 6 stoðsendingum, 4 stolnum boltum og Kolbrún María Ármannsdóttir 17 stigum, 10 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.
Á morgun mun Ísland leik lokaleik sinn á mótinu upp á fimmta sætið gegn Bretlandi.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af leiknum



