Skallagrímur hefur framlengt samning sinn við Magnús Engil Valgeirsson fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.
Magnús er fæddur 2003 og að upplagi úr Grindavík en hefur síðustu tvö tímabil verið leikmaður Skallagríms ásamt því að þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Á síðasta tímabili var hann einn af lykilleikmönnum liðsins með 14 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.



