spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÁrmann endursemur við öflugan miðherja

Ármann endursemur við öflugan miðherja

Ármenningar tilkynntu fyrir stundu að liðið hefði samið við Aníku Lindu um að leika áfram með liðinu á komandi leiktíð. Ármann sem eru nýliðar í Bónus deildinni hafa því samið við öfluga leikmenn í sitt lið og ætla sér að koma sér fyrir í efstu deild.

Tilkynningu Ármenninga má finna hér að neðan:

Á dögunum skrifaði Aníka Linda Hjálmarsdóttir undir samning um að leika áfram með Ármann á næstu leiktíð.

Aníka sem kom til liðsins síðasta sumar á öflugan feril með Fjölni, ÍR og Tindastól. Hún var mikilvægur hluti af liðinu sem fór ósigrað í gegnum 1. deildina á nýliðnu tímabili. Aníka er klár í slaginn og hefur metnað til að taka enn stærra hlutverk á næstu leiktíð í deild þeirra bestu.

Það er mikil ánægja með að Aníka verði áfram í búningi Ármanns.

Frekari tíðinda af leikmannamálum er að vænta á næstu dögum.

Fréttir
- Auglýsing -