Níu leikmenn hafa samið við Fjölni til næstu tveggja ára.
Aðalheiður María, Arna Rún, Elín Heiða, Harpa Karítas, Helga Björk, Katla Lind, Arndís Davíðsdóttir og Stefanía Ósk. Þá samdi einnig Sigrún María við félagið, en hún snýr aftur í Fjölni eftir að hafa leikið með Val á síðasta tímabili.
Arnar B. Sigurðsson formaður í tilkynningu ,,Við erum virkilega ánægð að sjá þessar frábæru stelpur halda áfram með okkur og taka virkan þátt í þessu spennandi verkefni! Með öfluga þjálfara eins og Halldór Karl Þórðarson og Lewis Dianluku við stjórnvölinn eru þær í góðum höndum. Uppbyggingin heldur áfram – og á næstu dögum munum við tilkynna enn frekari styrkingar!”
Halldór Karl þjálfari liðsins ,,Ég er virkilega ánægður með að halda þessum skemmtilega og unga kjarna. Ég er farinn að hlakka mikið til að tímabilið byrji og fá að setja mitt mark á liðið. Við hlökkum mikið til komandi tímabils – þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið og framtíð kvennakörfunnar hjá Fjölni.”

Mynd / Fjölnir FB



