spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFrábær viðbót við okkar unga kjarna

Frábær viðbót við okkar unga kjarna

Fjölnir hefur á nýjan leik samið við Fanney Ragnarsdóttur og Huldu Bergsteinsdóttur.

Hulda Ósk, sem hefur spilað með öllum yngri landsliðum Ísland, kemur úr Bónusdeildinni frá Hamar/Þór þar sem hún spilaði á síðasta tímabili. Hún hefur mikla reynslu úr efstu deild þar sem hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Njarðvík, Breiðablik og Þór Akureyri, auk þess að hafa spilað með liði KR í fyrstu deild. Hulda spilaði síðast með liði Fjölnis á árunum 2019-2021. Þá hefur hún þrisvar sinnum verið valin í lið ársins í 1. deild, þar af einu sinni fyrir hönd Fjölnis.

Fanney Ragnarsdóttir, er uppalin Fjölniskona, og fyrirmynd fyrir marga yngri iðkendur um leiðina í meistaraflokk. Hún var lykilmaður í uppgangi Fjölnis á sínum tíma og var meðal annars kjörin íþróttakona ársins hjá Fjölni árið 2020. Síðustu ár hefur hún spilað með KR, Ármanni og Hamar/Þór með góðum árangri. Fanney spilaði síðast með Fjölni tímabilið 2020-21.

Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, hafði þetta að segja um endurkomu þeirra „Ég er mjög ánægður með að Fanney og Hulda ætli að taka slaginn með okkur í vetur, þær verða frábær viðbót við okkar unga kjarna af leikmönnum. Þær voru í lykilhlutverki hjá liðinu þegar við fórum upp í efstu deild síðast, vonumst við til þess að þeirra reynsla og hæfileikar nýtist liðinu í baráttunni í vetur.“

Fréttir
- Auglýsing -