Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Vilníus í Litháen.
Nú í morgun mátti liðið þola tap gegn Aserbædsjan, 79-86.
Atkvæðamest í liði Íslands í dag var Kolbrún María Ármannsdóttir með 22 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá skilaði Rebekka Rut Steingrímsdóttir 16 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.
Ísland hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur í keppninni. Lokaleikur þeirra í riðlakeppninni er gegn Úkraínu á morgun, en liðið þarf að vinna hann og vona að á sama tíma geri Kósovó Aserbædsjan skráveifu til þess að komast áfram í átta liða úrslitin.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af leiknum



