Norðurlandamóti undir 16 ára drengja/stúlkna lauk í dag í Kisakallio í Finnlandi. Bæði stóðu liðin sig vel þetta árið og komust bæði á verðlaunapall, þar sem undir 16 ára drengir unnu silfur og undir 16 ára stúlkur bronsverðlaun. Karfan var svo heppin að fá að birta tæpar 100 fréttir með og í kringum leikina sem spilaðir voru í Kisakallio.
Hérna eru fréttir af Norðurlandamótinu 2025
Karfan vill nota þetta tækifæri til þess að þakka Körfuknattleikssambandinu, stjórninni, starfsmönnum og sérstaklega afreksstjóranum Arnari Guðjónssyni fyrir stuðninginn og samstarfið bæði þetta árið, sem og öll þau ár sem á undan hafa farið. Því það er vissulega svo að Karfan láti af hendi sjálfboðaliða í verkefnið á hverju ári, en án trausts og vilja til samstarfs frá þeim væri miðillinn ekki að sinna því áhugaverða starfi að fylgja þessum efnilegu krökkum eftir.



