spot_img
HomeFréttirDaníel Andri gerir upp NM 2025 ,,Geta verið ánægðar með sitt mót"

Daníel Andri gerir upp NM 2025 ,,Geta verið ánægðar með sitt mót”

Undir 16 ára stúlknalið Íslands hafnaði í þriðja sæti Norðurlandamóts þessa árs í Kisakallio í Finnlandi.

Á nokkuð jöfnu móti var liðið eitt þriggja sem var með þrjá sigra og tvö töp, en báðir tapleikir Íslands voru með frekar litlum mun, fyrst gegn Svíþjóð og síðan Danmörku. Liðið var því eiginlega í 2.-4. sæti mótsins ásamt Svíþjóð og Finnlandi, en varð að láta sér lynda þriðja sætið.

Næsta mót á dagskrá hjá liðinu er Evrópumót, en það mun fara fram í Tyrklandi í seinni hluta ágúst.

Daníel Andri Halldórsson þjálfari liðsins ræddi við Körfuna um reikistefnuna með í hvaða sæti Ísland myndi lenda, þróun liðsins á mótinu, hvernig honum hefði litist á andstæðinga þeirra, hvað tæki nú við þennan rúma mánuð fram að Evrópumóti og hvaða möguleika hann sæi fyrir íslenska liðið í Istanbúl. Þá ræðir hann einnig frammistöðu Ingu Leu Ingadóttur lykilleikmanns Íslands á mótinu, en hún var að því loknu valin í fimm leikmanna úrvalslið Norðurlandamótsins.

Fréttir
- Auglýsing -