Undir 16 ára drengjalið Íslands lagði Eistland í dag í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 109-96.
Það sem af er hefur liðið því unnið tvo leiki og tapað einum, en næst eiga þeir leik á laugardaginn gegn Danmörku.
Undir lok venjulegs leiktíma setur Eistland þrist sem kemur þeim þremur stigum yfir, 85-88. Með fimm sekúndur á klukkunni geysist bakvörður Íslands Daníel Snorrason upp völlinn og setur ótrúlegan þrist sem tryggir liðinu framlengingu.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var það ekki spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi í framlengingunni.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu:
Karfan spjallaði við Daníel eftir að sigurinn var í höfn:



