spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAftur frá Króatíu til Selfoss

Aftur frá Króatíu til Selfoss

Selfoss hefur samið við Kristijan Vladovic fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.

Kristijan er 26 ára 187 cm króatískur leikstjórnandi sem kemur til Selfoss frá Vrijednosnice Osijek í heimalandinu, en þar leikur liðið í efstu deild. Hann ætti þó að vera aðdáendum á Selfossi kunnugur þar sem hann lék með liðinu á árunum 2019 til 2021. Þá lék hann fyrir erkifjendur þeirra í Hamri tímabilið 2021-22, en síðan þá hefur hann leikið í króatísku úrvalsdeildinni.

Fréttir
- Auglýsing -