Íslandsmeistarar Hauka hafa samið við Krystal Freeman fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna.
Krystal er 183 cm bandarískur framherji sem kemur til Hauka frá Þýskalandi, þar sem hún skilaði 14 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá hefur hún einnig áður leikið í bandaríska háskólaboltanum og í Portúgal þar sem hún var einnig með liðinu í FIBA Eurocup.
Emil Barja þjálfari Hauka hafði þetta að segja í tilkynningu með félagaskiptunum ,,Ég er mjög spenntur fyrir komu Krystal til liðsins. Hún spilaði í Þýskalandi og Portúgal þar sem hún hefur bætt sig stöðugt síðustu ár. Krystal er kraftmikill og sterkur leikmaður sem mun gefa okkur mikilvægan styrk bæði í vörn og sókn.”
Krystal er samkvæmt tilkynningu æltað að fylla skarð Lore Devos sem mun ekki leika hér á
landi næsta tímabil.



