Sindri hefur samið við leikstjórnandann Clayton Ladine fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Clayton ætti að vera íslenskum aðdáendum kunnur, en hann lék með Hrunamönnum tímabilið 2021-22 og svo með Breiðablik í efstu deild tímabilið 2022-23. Síðan þá hefur hann leikið í Lúxemborg og í Pro B deildinni í Þýskalandi.



