Selfoss hefur gengið frá ráðningu á þjálfara og aðstoðarþjálfara fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.
Aðalþjálfari liðsins verður Berglind Karen Ingvarsdóttir, en hún hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari en þetta er fyrsta starfið sem aðalþjálfari meistaraflokks. Berglind lék t.d. með Breiðablik, Val, Fjölni og Hamri/Þór. Þá var hún spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni, verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Hamri auk þess að koma að þjálfun yngri landsliða.

Henni til aðstoðar verður Geir Helgason, en hann mun verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna ásamt því að þjálfa 8.-10.fl kvenna og sinna styrktarþjálfun hjá félaginu, hann mun einnig vera áfram í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Geir hefur verið hjá félaginu í nokkurn tíma bæði sem leikmaður og svo við þjálfun.



