Balgía varð í kvöld Evrópumeistari kvenna eftir tveggja stiga sigur á Spáni í úrslitaleik, 65-67.
Titillinn er sá annar í sögu Belgíu, en þær höfðu einnig unnið síðustu keppni, 2023. Áður en Belgía vann í fyrsta skipti 2023 höfðu þær í tvígang unnið til bronsverðlauna á mótinu, 2017 og 2021.

Verðmætasti leikmaður úrslita var valin lykilleikmaður Belgíu á mótinu Emma Meesseman, en hún skilaði 16 stigum, 11 fráköstum, 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum í úrslitaleiknum.
Fyrr í dag hafði Ítalía tryggt sér bronsverðlaun á mótinu með 15 stiga sigri gegn Frakklandi í þriðja sætis leiknum.



