spot_img
HomeFréttirLutu í lægra haldi gegn Finnlandi

Lutu í lægra haldi gegn Finnlandi

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Finnlandi á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 109-66.

Leikurinn var sá fjórði sem liðið spilaði á mótinu og hafa þeir eftir hann unnið tvo og tapað tveimur. Lokaleikur mótsins er svo á þriðjudag, en þá mætir liðið Noregi. Með sigri í honum getur liðið tryggt sér bronsverðlaun á mótinu.

Tölfræði leiks

Atkvæðamestir fyrir Ísland í dag voru Björn Skúli Birnisson með 18 stig, 5 stoðsendingar og Sturla Böðvarsson með 16 stig.

Hérna er liðsskipan og leikjadagskrá

Hér er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -