Þór Akureyri hefur samið við Yvette Adriaans fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.
Yvette er 28 ára 186 cm hollenskur framherji sem síðast lék fyrir Trinity Metors Dublin í Írlandi, en þá hefur hún áður einnig leikið fyrir félög í Þýskalandi, heimalandinu Hollandi og þá var hún á mála hjá Hamri/Þór tímabilið 2022-23. Með Hamri/Þór skilaði hún 16 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni.



