Þjálfari og fjórir lykilmenn framlengja fyrir fyrsta tímabil í fyrstu deild
Eftir frábært tímabil þar sem Fylkir tryggði sér sæti í fyrstu deild karla í fyrsta sinn í meira en 20 ár hefur félagið framlengt við bæði þjálfara og lykilleikmenn liðsins. Víkingur Goði Sigurðarson heldur áfram sem aðalþjálfari og mun stýra liðinu inn í nýtt og krefjandi tímabil.
Samhliða framlengingu þjálfarans hafa fjórir af burðarásum síðasta tímabils skrifað undir áframhaldandi samninga og munu leiða liðið áfram í fyrstu deild.
Þórarinn hefur verið lykilmaður í sóknarleik liðsins síðustu ár og leiddi Fylki í bæði stigum og fráköstum á nýliðnu tímabili. Hann hóf feril sinn með Ármanni en kom til Fylkis fyrir þremur árum og hefur síðan þá verið einn áhrifamesti leikmaður deildarinnar. Með 20 stig og 15 fráköst að meðaltali í vetur, er hann burðarás í framtíðaráformum liðsins.
Erik, fyrirliði liðsins, er uppalinn í Haukum og hefur verið hluti af Fylkisliðinu síðustu tvö tímabil. Hann hefur vaxið hratt sem leiðtogi innan vallar og utan og var vallar. Hann skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
Ellert kom til liðsins síðasta sumar og lét strax til sín taka. Hann er uppalinn í Stykkishólmi og hefur áður leikið með bæði Haukum og ÍA. Með góðan leikskilning og fjölhæfni var hann fljótt orðinn lykilhluti af liðinu og skilaði 10 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í vetur.
Ólafur gekk til liðs við Fylki síðasta sumar eftir að hafa leikið með bæði Snæfelli og Fjölni.



