spot_img
HomeFréttirNítján stiga sigur í fyrsta leik í Södertalje

Nítján stiga sigur í fyrsta leik í Södertalje

Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Norðurlandamóti í Södertalje í Svíþjóð.

Fyrsti leikur mótsins var gegn Eistlandi og fór íslenska liðið með sigur af hólmi, 105-86.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Jakob Kári Leifsson með 20 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar og Björn Skúli Birnisson með 14 stig, 4 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun föstudag kl. 11:30 að íslenskum tíma gegn Danmörku.

Hérna er liðsskipan og leikjadagskrá

Hér er heimasíða mótsins

Jakob og Logi eftir leik
Fréttir
- Auglýsing -