Friðrik Heiðar Vignisson hefur framlengt samningi sínum hjá Sindra fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Friðrik er 22 ára og að upplagi úr Vestra, en ásamt þeim hefur hann leikið með Hrunamönnum og Sindra í fyrstu deildinni. Kom hann til Sindra fyrir síðasta tímabil eftir tvö tímabil með Hrunamönnum og mun hann því leika sitt annað tímabil með Sindra á komandi leiktíð.



