spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEnn kvarnast úr hópi Íslandsmeistara Stjörnunnar

Enn kvarnast úr hópi Íslandsmeistara Stjörnunnar

Miðherji Íslandsmeistara Stjörnunnar Shaquille Rombley mun ekki leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild karla.

Shaquille hefur samkvæmt heimildum samið við Bakken Bears í Danmörku og mun hann því að öllum líkindum ekki taka neinn þátt í titilvörn Stjörnunnar. Um er að ræða nokkra blóðtöku fyrir félagið, en á nýafstöðnu tímabili skilaði hann 12 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik.

Áður hafði verið tilkynnt að Júlíus Orri Ágústsson hefði farið til Tindastóls, Kristján Fannar Ingólfsson í ÍR og að Hlynur Bæringsson hefði lagt skóna á hilluna. Shaquille er því fjórði leikmaður Íslandsmeistara Stjörnunnar sem mun ekki vera með liðinu á komandi tímabili í titilvörninni.

Fréttir
- Auglýsing -